27.4.2009 | 18:10
Söguskýring hin síðari
Söguskýring Davíðs á hruninu. Ég er ekki viss um að allir séu honum sammála.
![]() |
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 16:20
Pólverjar eru vinaþjóð
Þetta er frábært hjá Pólverjunum að kynna menningu sína og land. Ég er búin að koma ansi oft til Póllands og þar fer frábær og gestrisin þjóð. Þess ber að geta þegar við lentum í bankahruni í haust voru viðbrögð Pólverja þau að bjóða okkur lán þegar svokallaðar vina og nágranna þjóðir höfðu hafnað okkar.
Ég ætla að mæta á hátíðina og hvet alla til þess að gera það sama.
![]() |
Pólsk hátíð í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 18:08
Farvel Franz.
![]() |
Kjörsókn áfram góð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 16:04
Vandi á höndum
Það er heldur betur verið að flétta ofan af spillingunni í pólitíkinni. Spurning hvort ekki þurfi að fresta kosningum á meðan dekkið er spúlað.
Hvernig ætla þessir aðilar sem hafa þegið fé frá fyrirtækjum sem kostað hafa þjóðina marga milljarða í bankahruninu í haust að standa fyrir framan alþjóð og láta sem ekkert sé.
Lýðræðið er að veði.
![]() |
Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 11:01
Um hvað verður kosið á laugardaginn?
Það má segja með sann að stærsta málið í þessum kosningum er hvort Ísland á að sækja um aðild að EB. Þrátt fyrir það að margir stjórnmálamenn og flokkar hafa ítrekað sagt það að ekki sé tímabært að ræða þau mál núna. Að ekki sé komin tími á að sækja um aðild að EB.
Hvað er það þá sem veldur því að kosningarnar eru að snúast að mestu leiti um hvort við eigum að ganga inní EB?
Við erum komin í þrot að reka þjóðfélagið í þeirri mynd sem við þekkjum. Sjálfstæðismenn voru lengi að vona að þjóðfélag sem þeir höfðu skapað " að græða peninga á daginn og grilla á kvöldin" myndi halda. En við öll vitum að sú bankabóla sem var við lýði er sprungin framan í okkur öll. Eftir stendur hrunið þjóðfélag við náum ekki að endurreisa ein og sér. Gjaldmiðill þjóðarinnar hefur borið afhroð og er ekki viðbjargandi hvorki nú eða seinna.
Niðurlægingar stefnu Sjálfstæðismanna er augljós og það veldur Sjálfstæðismönnum mikilli gremju að það eru til lausnir og leið út úr vandanum, leið sem ekki er fundin uppí í Valhöll.
Hver er sú leið og hver er sú lausn? jú það er það að ganga til aðildarviðræður við EB og kanna það til hlítar hvað við getum sem þjóð fengið í samstarfi við EB. Það getum við aðeins fengið að vita með því að sækja um aðild og fara í alvöru viðræður.
Nágranna þjóðir okkar vilja gjarna sjá hvert við stefnum. Þær vilja sjá hvort við séum tilbúin að búa í samfélagi þjóða þar sem við erum tekin alvarlega. Það hefur reynt verulega á orðspor okkar sem þjóðar eftir bankahrunið. Það er alveg morgun ljóst að margir erlendir aðilar þurfa að afskrifa stórar upphæðir í töpuðum útlánum til íslenskra banka.
Stærstu rökin fyrir því að fara í aðildarviðræður eru þau að um leið erum við að taka ábyrga aðstöðu í fjármálum með því að sýna hvert við viljum stefna í komandi framtíð. Auðvita er það ekki svo að við getum tekið upp nýjan gjaldmiðill um leið en það mun örugglega styrkja krónuna við þær aðstæður sem við eigum við að glíma í dag.
Ég hef verið í Póllandi og kynnst Pólverjum og þeir sem ég hef rætt við telja að það hafi verið mikið gæfuspor fyrir Pólverja að ganga í EB 2004. Pólland sem var mörgum áratugum á eftir öðrum Evrópu þjóðum hefur stigið stórt skref inní betri framtíð með aðild að EB. Það verður þó að viðurkennast að ekki hefur það gegnið þrautalaust fyrir Pólverja að taka upp nýjan gjaldmiðill EURA. Krafa EB hefur verið á Pólverjum að taka til í peningamálum sínum fyrst. Hvar væru Pólverjar staddir í dag ef þeir hefðu ekki gengið inní EB, staðan hefði verið mun verri segja þeir sem til þekkja.
Á laugardaginn þurfum við að taka stóra ákvörðun um það hvort við ætlum að komast út úr þeim erfiðleikum sem við eigum við að glíma í dag. Það gerum við með því að kjósa fólk sem vill gefa aðildarviðræðum við EB tækifæri strax eftir kosningar.
![]() |
Lítill halli á vöruskiptum í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2009 | 13:33
Himinn og haf á milli VG og SF
Þungaviktamenn eins og Hjörleifur Guttormsson í Vinstri Grænum eru ekki alveg sammála Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hjörleifur skrifar eftirfarandi á heimasíðu sína.
"Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig andstæðingar ESB-aðildar eru að þétta raðirnar með stuðningi við VG í kosningunum á laugardaginn."
Þarna talar Hjörleifur um það að Bjarni Harðarson gekk til liðs við VG. Hvernig ætlar Jóhanna að sannfæra almenning um það að það sé engin gjá á milli VG og SF í málefnum flokkanna í ESB málunum. Það er himinn og haf á milli flokkanna.
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 11:09
Framsókn á sjans
Ég er farin að hallast að Framsóknarflokknum. Það hefði ég talið óhugsandi fyrir nokkrum vikum síðan. Það sem hefur breyst hjá mér er það að VG og SF munu ekki ná saman í ESB umræðunni. Það er himinn og haf þar á milli.
Framsóknarflokkurinn hins vegar gæti verið sá flokkur sem gæti komið á Evrópulestina með SF. Við getum ekki verið lengur fyrir utan EBS, veik króna segir þar allt sem segja þarf. Framsóknarflokkurinn hefði þurft að gera betur grein fyrir arfleiðinni og hvernig flokkurinn hefur gert upp við fortíðina gangvart fyrrum stjórnendum flokksins.
Samt tel ég xB vera það eina rétta eins og staðan er í dag. Hvað með þig?
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 11:02
Hepnnir
![]() |
Höfnuðu Arsenal og Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 21:57
Ekki frétt
![]() |
Bjarni Harðarson styður VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 20:51
Vika í stjórnmálum er langur tími.
Núna þegar ég sit og skrifa þessar línur eru nákvæmlega vika til kosninga á íslandi. Sjálfsagt má segja að komandi kosningar séu þær sögulegustu í langan tíma og verða án efa mjög merkilegar.
Sú þjóð sem fer að kjörborðinu eftir viku er þjóð í vanda. Sjaldan eða aldrei hefur staða íslands verið verri en hún er í dag. Stjórnmálaflokkar sem hafa stjórnað landinu undanfarin ár og í áratugi eru komnir hugmyndalega í þrot og eru hugmyndalega gjaldþrota. Samt skal áfram haldið og boðaðir eru nýir tímar, tímar þar sem á að gera upp gamla Ísland og byggja nýtt.
Merkilegasta og jafnframt veigamesta málið sem kosið verður um er hvort við eigum að ganga í ESB. Þjóðin er ekki á eitt sátt um það og má segja að þjóðin sé í raun klofin í herðar niður í því máli.
Ég tel að við eigum að sækja um aðild og sjá hvað okkur verður boðið þegar að samningaborðinu verður komið. Við megum ekki búa lengur við krónuna sem mynt tími krónunnar er liðinn.
Ég óttast samt mest að margir munu ekki skila sér á kjörstað og margir munu skila auðu og eða ógildu. Það er ákveðin uppgjöf í því.
Unnusta mín sem er Pólsk- íslensk ætlar t.a.m. ekki að mæta á kjörstað og kjósa. Henni finnst ástandið á íslandi minna á um margt þegar kommúnistar misstu völdin til Samstöðu-Solidarnosc.
Pólverjar voru búnir að halda sína búsáhaldabyltingu, sem var að vísu blóði drifinn hjá þeim. En það var það sem þurfti til að koma stjórnvöldum frá. Þá sögu þekkja flestir og hún hefur verið sögð af mönnum sem þekkja sögu þá betur en ég. Pólverjar urðu meðlimir í EBS árið 2005. Margt hefur áunnist hjá þeim og ekki síst eftir að núverandi forsætisráðherra Donald Tusk tók við völdum.
Samt hafa Pólverjar ekki enn fengið aðgang að myntbandalaginu og tekið upp Euro. Þeir notast við Zloty og það hefur verið þeim höfuðverkur og vandamál. Pólverjar vilja mjög svo gjarnan taka upp Evruna hið fyrsta en hefur verið hafnað að þeirri ástæðu að þeir þurfi að taka til í peningamálunum heima fyrst. Þannig er nú það.
Ef að Pólverjum sem eru rétt rúm 40 milljónir er hafnað aðgengi að gjaldmiðli EBS hvernig mun þá okkur 300 þúsundum íslendingum ganga að fá aðild að myntbandalagi EBS með allan okkar vanda ? ekki hef ég trú á því að það muni gerast svo auðveldlega, ég hef trú á því að við munum þurfa að bíða í mörg ár á biðstofunum í Brussel til þess eins að fá að vera með í myntbandalaginu. Samt verðum við að láta reyna á það.
Það eru margar spurningar sem hafa vaknað og munu vakna á næstu misserum hér á Íslandi.
Lokaorð mín eru kjósið frekar en að skila auðu eða ógildu jafnvel þó svo að þið vitið ekki hvern þið eigið að kjósa frekar en ég akkúrat núna í kvöld.
Við sem vitum ekki hvern við eigum að kjósa í komandi kosningum getum huggað okkur við það að en er vika í kosningar og það er langur tími í stjórnmálum.
![]() |
Kosningar kosta 200 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt 19.4.2009 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar