Hvað með Stefán Loga?

Fær Stefán Logi markvörður hjá Lilleström í Noregi kallið frá Ólafi?. Stefán hefur verið að spila alveg frábærlega í vor og er efstur markvarða á VG börsen með 5.60 að meðaltali í leik. Stefán er klárlega besti markvörður Íslands og á mörg ár eftir á milli stanganna.
mbl.is Gylfi Þór færi tækifæri gegn Andorra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakdyrnar opnaðar.

Jamie boy Carragerher veit hvað hann syngur. Hefur vitað það lengi að það er þörf fyrir hann í lið Englands. Hann aftur á móti nennti ekki að taka þátt í undankeppninni og gaf ekki kost á sér en vissi að til sín yrði leitað rétt fyrir HM, enda sá bezti í sinni stöðu hjá enskum.
mbl.is Carragher: Ég yngist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammsýnn Vilhjálmur.

Vilhjálmi Egilssyni ferst að tala um lélega stjórnmálamenn þegar hann segir orðrétt " Grikkland engist í djúpri kreppu meðal annars vegna ákvarðana skammsýnna og tækifærissinnaðra stjórnmálamanna fyrr á árum"

Hvað erum við Íslendingar að glíma við í dag, er það ekki djúp kreppa sem sér ekki fyrir endann á? Erum við ekki með tækifærisinnaða stjórnmálamenn sem neita að segja af sér þrátt fyrir að hafa þegið mútur frá fyrirtækjum og bönkum sem komu landinu í þrot. 

Þetta heitir að kasta steini úr glerhúsi. Vilhjálmi Egilssyni væri að nær að líta í eignin barm. Merkilegt að það er engin tilbúin að axla ábyrgð á hruninu. Gildi lífeyrissjóður mokaði peningum inní bankana korteri fyrir hrun á kostnað lífeyriseiganda. Það eitt ætti að verða þess valdandi að stjórnin segði af sér.


mbl.is Segir gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur fáránleikans.

Hvað ætlum við þjóðin að gera?. Sitja bara hjá og lesa um aumingja sem stjórnuðu landinu bæði niður á Alþingi og í bönkum landsins og þ.m.t. Seðlabankanum. Hrunskýrslan sýnir svo ekki sé umvillst að gerð var atlaga að lýðræði Íslands.

Nú í þynnkunni stíga stórmennin fram og neita öllu rétt eins og Dick Nixon.

Við búum í heim fáránleikans.


mbl.is Hættu á bankabjörgunaræfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Poles are the world´s masters in the art of survival.

Umræðan um Pólverja á Íslandi heldur áfram. Í gær á Stöð 2 var frétt um Pólverja á Íslandi. Þar var talað um að Pólverjar eigi undir högg að sækja. Ekki var farið nánar út í það hvað það væri sem gerði það verkum. Vitnað var í rannsókn sem prófessor, Unnur Dís Skaftadóttir gerði á högum Pólverja á Íslandi. Hún fullyrðir það að " fallið hafi á jákvæða staðalýmind Íslendinga af Pólverjum". 

Þar sem ég þekki orðið ágætlega til margra Pólverja á Íslandi og hef oft rætt við þá um veru þeirra á Íslandi - þá get ég verið sammála Unni Dís Skaftadóttur um að Pólverjar eiga orðið undir högg að sækja á Íslandi. 

Það sem mér finnst hinsvegar vanta í fréttina frá því í gær er það hvað það sé sem gerir það að verkum að Pólverjar finnist þeir eiga oftar undir högg að sækja á Íslandi?.

Mín skoðun í stuttu máli er sú að það séu margir þættir sem gera það að verkum að Pólverjar eigi undir högg að sækja á Íslandi.

1. Ég held að allir geti verið sammála um það að hópar Pólskra glæpagengja sem hafa látið mikið til sín taka undanfarið hafi ekki verið beint góð auglýsing fyrir Pólverja og það þarf ekki nokkur maður að hald að hinn almenni Pólverji sé ánægður með þessi Pólsku glæpagengi. 

2. Dæmigerð birtingarynd er í sambandi við atvinnu þátttöku Pólverja á Íslandi. Þar á ég við það að þegar þrengir að hjá okkur sem þjóð þá finnist við Pólverjar vera að taka frá okkur störf sem við gætum unnið sjálf. Gleymum því samt oftast að margir Pólverjar vinna störf sem Íslendingar hafa engan áhuga á að vinna og hafa ekki haft fram til þessa.

3. Vaxandi þjóðernishyggja (rasismi) fer vaxandi í garð Pólverja á Íslandi en hvernig það beinist gegn einni Evrópuþjóð frekar en annarri er mér algerlega hulin ráðgáta. Þó gæti þekkingarleysi átt þar hlut að máli og þar er við marga að sakast ekki síst fjölmiðlum.

4. Það er ekkert nýtt fyrir Pólverjar að þeim sé vegið. Sagan þeirra sýnir það. Pólland er hjartað í Evrópu og hefur löngum þurft að gjald þess að vera brúin á milli hins slavneska og germanska heims. Í bók sem ég á um Pólland stendur eftirfarandi " The Poles are the world´s masters in the art of survival."

Birtingarmynd alls þess að ofansögðu  er sú að hinn almenni Pólverji sem er að vinna og brauðfæða fjölskyldu sína verður oftar en ekki fyrir barðinu á fordómum.

Nágranni minn ( Pólverji) varð að byrja gærdaginn að þrífa bíl sinn sem hafði verið útkrotaður með ljótum orðum. Ég hafði samband við lögregluna vegna atburðarins - lögreglan tjáði mér að þeir hjá lögreglunni væru farnir að verða meira varir við atburði sem lögreglan tengir rasisma gegn Pólverjum.

Ég veit það samt eitt að Pólverjar flestir hverjir eru ánægðir hjá okkur og vilja ekkert annað en að falla inní hópinn og vera góðir og gengir borgarar, þó svo að mér finnst margir þeirra vera farna að huga að heimferð til fallega Póllands.

Taktu þér blað, málaðu á það

mynd þar sem allir eiga öruggan stað

Augu svo blá, hjörtu sem slá, 

Hendur sem fegnar halda frelsinu á.

Þá verður jörðin fyrir alla.

Spila

 

Spila Fallið hefur á jákvæða staðalímynd Íslendinga af Pólverjum


Síðasta púslið..

Ekki nokkur spurning um Lars Ivar er sá leikmaður sem kemur til með að tryggja okkur KR ingum Evróputitilinn næsta vor.
mbl.is KR-ingar sömdu við Moldskred
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun dauðans.

Hvað þarf til þess að ráðamenn Íslands fari að átta sig á því að þeir eiga ekki uppá pallborið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þó svo að þeir kumpánar Gylfi Magnússon og Steingrímur J. fari og hitti Strauss Kahn og fyllist bjartsýni í Washington - og komi heim og boði fagnaðarerindið - þá trúir þeim engin lengur. Enda sést það að bjartsýniskastið í Washington var tálsýn.

Gylfi og Steingrímur eru staddir í afneitun dauðans. Það er bara svo gaman að vera ráðherra að engu er til fórnandi til að hætta því. Þess vegna heldur vitleysan áfram. 


mbl.is Gylfi enn bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eru ekki " inn" þessa daganna.

Þarf eitthvað að undrast það að íslendingum sé ekki boðið til fundar við erlendar þjóðir  þessa daganna?. Við erum ekki hátt skrifuð  í alþjóðarsamfélaginu og stjórnmálamenn okkar en minna - þannig að við þurfum ekkert að vera að velta því fyrir okkur - hvernig standi á því að við séum ekki boðuð til fundar hjá öðrum þjóðum. Frú Clinton á þakkir skyldar fyrir að nenna að malda í móinn fyrir okkur.

Það hefði verið alger óþarfi að vera senda utanríkisráðherra til fundarins þegar kattarsmölun stendur sem hæst yfir í þinginu við að koma áríðandi nektardans og ljósbekkjar frumvörpum í gegnum þingið. 

 

 


mbl.is Yfirgaf norðurhjararáðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólland er á uppleið.

Það var lengi vel krafa ESB að Pólverjar yrðu að taka til í efnahagsmálunum heima fyrir til þess að uppfylla skilyrði fyrir að fá taka upp evruna. Í dag eru Pólverjar þakklátir fyrir að þau plön gengu ekki eftir.

Pólverjar eru betur settir með sloty sem gjaldmiðill og á meðan grískur harmleikur á sér stað og mörg ríki sem eru með evruna eru að hruni komin m.a. Írland, Portúgal  og því eru haldnir neyðarfundir dag hvern í Brussel í höfuðstöðvum Evrópubandalagsins.  Gengi evrunar er of hátt skráð og því eftir að falla með miklum erfiðum afleiðingum fyrir ríki í  ESB. 

Það má því segja að það sé bjart yfir í efnahagsmálum Póllands.  Hvergi í Evrópu er spáð meiri hagvexti en í Póllandi. Stjórnvöld með Donald Tusk í farabroddi eru á hraðri siglingu í að byggja upp efnahag þjóðarinnar og stefna Pólskra stjórnvalda er að skapa atvinnu fyrir alla þá sem hafa flutt í burtu á undanförnum áratugum. 

Spurningin er því sú hvort við Íslendingar getum lært eitthvað af Pólverjum í sambandi við að taka upp evru? er evran sá gjaldmiðill sem við þurfum hvað mest á að halda í dag eins og Samfylkingin telur ? svarið er einfalt nei.


mbl.is Pólland þarf ekki frekari aðstoð AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband